Hæ öllsömul,
það hefur verið brjálað að gera (já, ég hef að meðaltali verið að læra til 12 á kvöldin:) þannig ég hef ekki sent nægilega mikið af efni.. Lofa að verða duglegur í jólafríinu.

Allavega, myndirnar. Við höfum fengið slatta af myndum (frá litlum hópi notenda) sem er mjög jákvætt. Hins vegar finnst mér lykt af “stigasöfnun” þegar textinn er aðeins eitt til þrjú orð.

Við höfum sett þau skilyrði áður að fólk skuli hafa vandaðan texta með myndum, og ég stend við það að við munum taka harðar á því núna á næstunni.

Fólk er í raun að fá “ódýr” stig með því að senda inn mynd, og texta sem nægir nánast ekki til að meginmál standist lágmarkskröfur (5 stafir eða eitthvað).

Það er semsagt ósk mín að fólk geri góðan texta með myndum.

Svo er annað, að fólk má taka sig á í greinaskriftum. Leiðinlegt er að sjá virka notendur sem ekkert senda inn annað en myndir (og kannanir)