Sæl öllsömul.
Stál er byrjað að glóa og sverð eru í smíðun :D Tolkien áhugamálið er að komast á fullan skrið. Eftir djúpa niðursveiflu hefur lifnað yfir okkur Tolkien-aðdáendum og lofar þetta allt saman góðu.
Oft er sagt að mikill vilji meira og það er akkúrat það sem við ætlum okkur að gera, nú sem aldrei fyrr. Ég ætla nefninlega að biðja ykkur að skrifa grein um ykkar uppáhald í heimi Tolkien.
Það má vera hvað sem er. Svo ég taki dæmi getur það verið land, þjóð, tegundir, borgir, persónur eða hvað sem er, svo lengi sem það tengist Tolkien á einhvern hátt.
Ég veit að það luma allir á einhverju skemmtilegu, en letin hefur eflaust dregið margan góðan drenginn og stúlkuna í þann brunn að “nenna ekki” að senda inn grein.
Breytum þessu viðhorfi því ef Tolkien hefði hugsað svona hefðum við aldrei fengið þann heiður að lesa verk hans.

Gangi okkur öllum vel á þessum tíma þar sem von lifir enn!

Kveðja latex