Komið þið sæl. Nokkuð hefur borið á því að einhverjir sendi inn heila flóðbylgju af myndum sem þeir/þær fundu einhvers staðar á netinu og einungis skrifað “Aragorn” eða eitthvað áþekkt fyrir neðan og síðan birtist enn ein myndin af Aragorn ríðandi í fullum herklæðum eða eitthvað áþekkt, sem eru til í mörgum eintökum í myndasafninu á þessu áhugamáli.

Við Feanor viljum breyta viðhorfi ykkar til myndanna. Héðan í frá samþykkjum við ekki neinar myndir nema notendunum þykji eitthvað sérstakt eða áhugavert við þær. Nauðsynlegt er að góður og vel skrifaður texti fylgi með myndinni sem innihaldi þau atriði sem notandanum finnast áhugaverð. Einnig þarf að fylgja með hvar þið náðuð í þessa mynd og ef um teikningu er að ræða hver gerði hana.

Með þessu viljum við reyna að auka gildi myndanna og gera þetta að veglegra safni með meira notana- og skemmtanagildi en áður. Verið svo dugleg að skrifa greinar og vera virk á þessu áhugamáli - við hlökkum núna til að skoða innsendu myndirnar í stjórnendakubbinum!

Hvurslags
Feanor