Kannski ekkert mjög merkileg frétt en samkvæmt
óstaðfestum heimildum þá er gróf þ.e. óklippt, útgáfa The Two
Towers nokkurn veginn tilbúin (samt ýmis tæknibrelluvinna og
tónlist
eftir) og var sýnd fyrir æðstu menn New Line Cinema í Nýja-
Sjálandi um daginn. Flestum á að hafa þótt myndin enn betri
en Fellowship of the Ring.

Svo má til gamans geta að flestir leikararnir í öllum þremur
myndunum hafa snúið aftur til Nýja Sjálands til að taka
aðeins meira upp og standa tökur yfir þegar þessi orð eru
skrifuð. Þar á meðal er Sean Bean en hann mun sennilega
koma fram í The Two Towers á einn eða annan hátt (þó
persóna hans hafi nú látist í fyrri myndinni).