Hér hafði ég hugsað mér að efna til smá leiks sem hefur verið mjög
vinsæll í öðrum Tolkien klúbbi
Skulum sjá hvernig Íslendingum gengur með þetta.

Þetta fjallar sem sagt um það að einhver setning úr Hobbit, LOTR eða
Silmerlinum er dulkóðuð og hinir eiga svo að reyna að leysa hana.
Ef við lítum t.d. á þennan kóða hér: QWY WNEEPQ

Þeim sem tekst að leysa þetta sjá að hér hefur orðið“the hobbit” verið
dulkóðað.
q hefur þá verið t
w = h
y = e
n = o
e =b
p = i

Það erfiðasta við þetta er auðvitað að finna hvaða stafur stendur fyrir
hvern. Þeir sem aldrei hafa prófað þetta áður halda ábyggilega að þetta
sé gjörsamlega ómögulegt en þetta er það ekki.
Og þetta er alltaf langerfiðast þegar setningarnar eru stuttar en oft
mjög auðvelt þegar setningarnar eru langar.

Ég legg til að við notum einungis setningar á ensku því ég held að
íslenskan sé dálítð óhentug í þetta.

Besta aðferðin til þess að byrja er yfirleitt að leita að smáorðum í
setningunum, þ.e. tveggja og þriggja stafa orðum (t.d. the, of, in, it, so)
eða að leita að einhverjum örnefnum í setningunni t.d. Galadriel eða
Minas Tirith.

Svo er hægt að hlaða niður forritum sem gerir ferlið mun auðveldara:

PC:
www.netacc.net/~crossdwn/
www.the-spa.com/edmurphy/software.htm

Mac:
http://macinsearch.com/infomac/game/word/cryptogra
mmer-112.html

Reglur:

* Þegar þrautin hefur verið leyst á viðkomandi sem leysti hana, að búa
til nýja.
* Það á alltaf að segja úr hvaða bók setningin er: þ.e. úr Hobbit,
Silmerlinum, FOTR, TTT eða ROTK.
* Þegar engum virðist ætla að takast að leysa þrautina þá er við hæfi
að sá sem setti þrautina gefi smá vísbendingu, t.d. úr hvaða kafla þetta
sé, hver sagði setninguna eða gefi einn eða fleiri stafi.
* Þegar setningin inniheldur skrýtna stafi eins og ë er best að nota bara
venjulega stafi. “ëarendil” yrði því ekki dulkóðað heldur earendil.