Þetta er aðallega þýtt af http://www.councilofelrond.com/modules.php?op=modload&name=Content&file=index&action=ViewContent&cid=37 en það er allt innan gæsalappa. Ég vissi að Tolkien hafði notað Norræna goðafræði sér til stuðnings við að skapa sinn eigin heim, en ég vissi ekki að hann hefði notað hana svona mikið, áður en ég las þetta.
Og ég set þetta hérna til að efla þjóðarstoltið.

“Eins og við vitum öll, fékk Tolkien innblástur fyrir verk sýn í mörgum goðsögnum aðallega norrænum. Hann lærði tungumál svo sem finnsku og íslensku til þess að geta lesið sögur þessara þjóða á frummálinu, hann hafði jafnvel íslenska þernu sem hjálpaði honum að læra íslensku. Og hann notaði mikið efni úr Norrænum sögum til þess að skapa sinn eigin heim og goðsagnir”(http://www.councilofelrond.com).

Eftir því sem ég best veit þá rak kona Tolkiens þernuna af heimilinu, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Ein af hans mestu uppsprettum var hin íslenska Edda. Snorra-Edda skiptist í fjóra hluta:
Formála
Gylfaginningu
Skáldskaparmál
Háttatal

” Skáldskaparmál eru erfið lesningar vegna þess að hún er skrifuð í kveðskap. Sögurnar um Norrænu Guðina eins og Þór, Óðin og Týr eru þó áhugaverðar, stundum jafnvel skemmtilegar (http://www.councilofelrond.com).

Hérna er útlendingur að skrifa þannig að þeim finnst þetta náttúrulega enn þá flóknara.

”Tilgangurinn með Eddunni, var ekki að bjarga gömlum sögum frá gleymsku, heldur að kenna list kveðskapar “skáldanna” Norrænu. Hún var skrifuð um árið 1220 af Snorra Sturlusyni, íslensku skáldi og dómara, sem safnaði þessum sögum og notaði þær sem dæmi um góðan kveðskap. Nú á dögum er það mikilvæg uppspretta fyrir alla sem hafa áhuga á norrænni goðafræði” ( http://www.councilofelrond.com).

”Tolkien notaði atriði úr Eddunni til að hanna heim sinn. Eitt sláandi atriði er hvað sum nöfn eru lík. Þegar ég las Edduna fyrst, var ég mjög hissa að sjá nöfn dverganna sem voru kallaðir Dvalinn, Bifur, Bafur, Bombur, Óri, Nori, Þrór, Þróinn or Glóinn og mörg önnur nöfn sem við þekkjum úr Hobbitanum og Hringadróttins sögu. Jafnvel nafnið Gandálfur birtist sem dverga nafn. Annað nafn sem er í Eddunni er Alföður, hinn norræni sem bjó til heiminn úr Ginnungagap, engu. Nafn hans þýðir faðir-alls, alveg eins og Ilúvatar í heimi Tolkiens. Eins og Ilúvatar er Alfaðir máttugastur guðanna sem bjuggu til jörðina og allt sem á henni dvelst. Annað dæmi er að sjálfsögðu nafnið Middle-earth sem er þýðing á orðinu “Miðgarður”, heimur manna og álfa”( http://www.councilofelrond.com).

Samanber hið skemmtilega kvæði úr Völuspá:
Veigur og Gandálfur,
Vindálfur, Þráinn,
Þekkur og Þorinn,
Þrór, Vitur og Litur,
Nár og Nýráður,
nú hefi eg dverga,
Reginn og Ráðsviður,
rétt um talda.

Og einnig þetta kvæði:
Nýi og Niði,
Norðri og Suðri,
Austri og Vestri,
Alþjófur, Dvalinn,
Bívör, Bávör,
Bömbur, Nóri,
Án og Ánar,
Ái, Mjöðvitnir.

Auk þess eru tveir dvergar sem heita Fjalar og Gjalar.

Margir spyrja sig kannski þeirrar spurningu hversvegna skrifaði Tolkien ekki Gandálf í staðinn fyrir Gandalf. “Því er auðsvarað því að í forníslensku hafði “á” hljóðgildið [a:] (langt a) með tvíhljóðun sérhljóða á 14. öld varð hljóðgildi “á” að [au]”(tekið uppúr kennslubók sem ég man ekki hvað heitir, en ég man þetta þó).
Sem sagt Gandálfur er lesið sem Gandalvur.


”Nokkrar verur í verkum Tolkiens eru einnig í Norrænum goðafræðum. Til dæmis Nazgûlarnir, sem tákna Valkyrjurnar. Valkyrjurnar voru ekki alltaf stríðsmeyjar Óðins sem kusu menn sem dóu í bardaga til að koma til Valhallar, og berjast allan daginn og koma svo inn á kvöldin til að borða og drekka og læknast af sárum sínum, þær voru upprunaleg grimmar og blóðþyrstar skepnur sem voru á bakinu á leðurblöku ófreskju alveg eins og Nazgûlarnir” (http://www.councilofelrond.com).

Þetta hef ég aldrei heyrt áður og ég varð nokkuð hissa þegar ég las þetta. Ég áttaði mig ekki á hversu gríðarlega mikið Tolkien hefur notað norræna goðafræði sér til stuðnings. En einnig má geta þess að hann notaði líka hinar finnsku Kaleveala sögur sér til stuðnings.

”Í Norrænni goðafræði, fer maður sem deyr til Baldurs, guðs fegurðarinnar. Hann var drepinn af Heði og fór til Vítis, ríki þeirra dauðu sem ekki fara til Valhallar. Eftir dauða hans, var engin hamingja eftir á jörðinni. Eftir Ragnarök, síðasta bardaganum sem endaði ríki norrænu guðanna, Baldur snéri til nýju jarðarinnar ásamt þeim fáu guðum sem lifðu af. Þessi uppvakningar ímynd passar við Ættboga konunga Númenor og seinna Gondor. Þegar ættboginn var brotinn, varð Gondor alltaf veikara og veikara þangað til að Aragorn kom og bjargaði Gondor frá falli” (http://www.councilofelrond.com).

Reyndar er þetta vitlaus hjá henni, því að menn sem deyja af sjúkdómum eða ellidauða fara til Heljar, og þeir sem deyja í bardaga til Valhallar eða til Vingólfs.

Umfjöllun um síðasta bardagann í heimi Tolkiens(sem líkist Ragnarrökum mjög mikið) má finna hér.
http://en.wikipedia.org/wiki/Final_Battle Ar-Pharazôn og her hans berst þarna og allir bestu stríðskappar álfa sem hafa beðið í höll Mandosar, alveg eins og mennirnir sem fóru til Valhallar.

Óðin skipaði mönnum sem dóu í bardaga í hallir sínar Valhöll og Vingólf, en lítið er vitað um Vingólf. Þetta er nokkurnveginn eins og það að álfar sem deyja fara til Mandosar en ekki er vitað hvert mennirnir fara.

”Jafnvel hringurinn eini, aðal atriðið í Hringadróttinssögu, hefur rætur sínar að rekja í norrænni goðafræði. Eddan segir frá guðinum Loka sem hitti dverg að nafni Andvara og neyddi hann til að gefa honum öll auðæfi sín, þar á meðal töfrahring sem gat framleitt gull. En í reiði sinni, lagði Andvari bölvun á hringinn að hann skildi skemma alla sem hann bæru. Alveg eins og hringurinn eini, hann olli miklum vandræðum og allir sem hann báru voru drepnir. Hann olli því að mærin Brynhildur drap sjálfa sig þegar elskhugi hennar Sigurður gaf henni hringinn sem gjöf, og hann olli því einnig að Fáfnir drap sinn eiginn föður Hreiðmar í græðgi til að verja fjársjóð hans. Seinna notaði Fáfnir hringinn til að breyta sér í dreka og gæta fjársjóðarins, og hann var drepinn af Sigurði”( http://www.councilofelrond.com).

Nákvæmlega gerðist þetta svona
“Oturgjöldin. Óðinn, Loki og Hænir eru á ferð saman. Loki drepur otur. þeir koma með feng sinn á bæ til Hreiðmars sem þekkti þar son sinn í dulargervi. Æsirnir bjóða gull í sonargjöld og er Loki sendur í álfheima til að útvega gull. Loki hefur af Andvara gullið og hring þann sem dvergurinn lagði á að skyldi verða hverjum höfuðsbani er átti. Óðinn geldur Hreiðmari gullið og lætur Loki formælingar Andvara fylgja með. Fáfnir og Reginn drepa föður sinn því hann vildi ekki deila með þeim gullinu. Reginn fær ekkert gull sökum ofríkis Fáfnis og fær Sigurð Sigmundsson til að vega Fáfni. Sigurður drepur síðan Regin og heldur burt með gullið. Sigurður hittir Brynhildi á heiðinni en heldur þaðan til Gjúkunga og kvænist inn í þá ætt”
( http://www.ma.is/kenn/sigridur/212/sk%E1ldskaparm%E1l-skyringar.htm Sigríður Steinbjörnsdóttir) .”Þetta eru bara fá dæmi um það hvernig Tolkien notaði íslenskar goðsagnir og sögur. Þær sýna ekki aðeins áhuga og ást hans á þessum gömlu sögum, heldur einnig vinnan sem hann lagði á sig í að þróa heim sinn” ( http://www.councilofelrond.com).

Annað dæmi um hvernig Tolkien notaði goðsagnirnar Norrænu er svo hinir tveir hrafnar Óðins sem njósna fyrir hann og Roac hrafninn sem dvergarnir tala við í Hobbitanum og nota hann til að skiptast á fréttum við Durin.

Þó að þetta virðist vera mikið sem Tolkien hefur tekið af norrænni goðafræði. Þá er heimur hans svo stór að þetta er ekki nema brot af honum. Og samt tók Tolkien miklu meira úr Eddunni heldur en hér er sagt.