Gott fólk.
Ég vil gera það að mínu fyrsta verki að búa til nýtt trivia þar sem þið getið sent inn spurningar, öðrum notendum til þrautar. Ég vil byrja á nokkrum laufléttum spurningum.

1. Jómar var marskálkur í Róhan. Marskálkur númer hvað var hann?

2. Hver reisti Gondólínborg og hver vísaði honum veginn að henni?

3. Hver átti sverðið Orkristi?

4. Hvað fékk Merry í gjöf frá Róhönum?

Endilega svarið þessum og sendið fleiri spurningar :)