Míþríl Hér sést míþríl brynjan sem bjargaði lífi Fróða er hann var stunginn af trölli í Moría.
Míþríl er léttara en samt sterkara heldur en stál. Míþríl er dýrmætt silfur sem dvergar uppgötvuðu, og gerðu álfar og dvergar úr þessu hinar fínustu brynjur, vopn og skraut.
Er Bilbó fór með Gandalf og nokkrum dvergum í ferðalag að Fjallinu eina til þess að endurheimta fjársjóð dverganna úr Fjallinu frá drekanum Smaug, fékk hann gefins brynju úr míþríl frá Þorinn. Bilbó gaf Fróða brynjuna er Fróði var á sínum leiðangri að eyða hringnum eina. Á meðan föruneyti hringsins var í Moría börðust þeir við stórann her af dríslum, ásamt stóru helliströlli. Tröllið náði að stinga Fróða, en þökk sé brynjunni úr míþrílinni stakkst spjótið ekki í gegnum hann, eins og það ætti að hafa gert.