Skil þetta ekki alveg…

Þegar Gandalf er að hitta Hobbitana í fyrsta skipti eftir að hann “steig aftur” sem Gandalf hinn hvíti, þá tala Hobbitarnir við hann eins og ekkert hafi í skorist. Vissu þeir þá að hann myndi snúa aftur? Af hverju voru þeir ekkert hissa að sjá hann? Aragorn sagði líka fyrr í bókinni að Gandalf muni aldrei snúa aftur.

Þegar Pípinn hleypur út úr Orkahópnum í þeirri von um að skilja eftir sig spor og til þess að henda álfanælunni niður þá er hann handsamaður af Orka. Datt Orkunum virkilega ekki í hug að troða yfir spor hans til þess að þau sæust ekki? Síðan kemur seinna fram að Orkarnir yrðu varari um sig eftir þetta atvik.
En þetta á víst að vera svona því annars hefðu Legolas, Gimli og Aragorn aldrei fundið sporin eða nælunna og þá gæti söguþráðurin breyst… Þetta atvik kemur samt mjög illa út.

Þegar Aragorn, Gimli og Legolas hittan Jómar og jóreiðina á Rohanssléttum í fyrsta skipti. Þá biður Jómar jóreiðina um að halda áfram og skilja sig eftir svo hann gæti talað einn við þá félaga. Kannski af því að hann vildi ekki láta þá heyra um hvað þeir töluðu. En síðan þegar hann ákveður að lána þeim hestana Hasúfel og Arof þá fer JÓÐAN einhver riddari úr hópnum að ganrýna það. Skrýtið, var þá ekki jóreiðin farin. hmmm….

Endilega komið með fleiri svona skrýtin atrið?