Þetta er nú frekar þreytt spurning sem ég ætla að spurja.

Ég var að pæla fyrst að Balrogg hafði vængi af hverju gat hann þá ekki einfaldlega flogið út um gjána (Durins brú) sem hann datt ofan í, í Moría ásamt Gandalf og látið Gandalf hrapa einan. Þá hefði Gandalf örugglega aldrei komist út, því að hann elti Balrogg upp leynd göng í Kazad-dúm.