Eflaust hefur komið þráður með þessari spurningu áður en það hefur verið fyrir löngu, og það er kominn tími til að skapa smá umræðu hérna, svona fyrst maður er í smá svefngalsa.

Hver er uppáhalds lotr myndin ykkar? Mín er ábyggilega Fellowship of the Ring. Það er eitthvað við hana, minna action og meira ævintýri. Meira mystery í þeirri mynd finnst mér.

Einnig, hver er uppáhalds bókin ykkar sem þið hafið lesið eftir Tolkien? Að mínu mati er það Hobbitinn. Þvílíkt meistaraverk. Þríleikurinn var varla síðri, en Hobbitinn er kannski í meira uppáhaldi því það er ekki til bíómynd eftir bókinni og því get ég ímyndað mér allt sjálfur.