Ég og félagi minn höfum deilt um ákveðið atriði lengi og vil ég sjá aðra LOTR nörda varpa ljósi sínu á þetta:

Í Return of the king þegar The Witch king of Angmar særir Þjóðan og segir við skepnuna sína ‘'feast on his flesh’', þá kemur Jóvin á milli og hann segir ‘'Do not come between the Nazgúl and his prey’',

ég vil meina að þegar hann talar um Nazgúl eigi hann við fell beast. Þ.e. að ‘'Fell beast’' geti líka kallast Nazgúl

Hins vegar er félagi minn á því að þegar hann talar um Nazgúl sé hann að tala um sjálfan sig þ.e. að að hann sé bara að tala um sjálfan sig sem Nazgúlinn og fell beast geti aðeins kallast fell beast.

Svo spurningin er: Getur Fell beast einnig kallast Nazgúl eða eru Nazgúlarnir bara svörtu riddararnir? Er Nazgúl ekki samheiti yfir fell beast og svörtu riddarana?