Fyrir utan að gera mann ósýnilegan, lengja lífið og valda geðklofa… hver er máttur hringsins? Auðvitað getur maður séð hluti Myrkradróttins, en aftur á móti sér hann allt sem maður sjálfur veit, að einhverju leiti. Sumir vildu nota hringinn til þess að gera gott, nota gegn Sauron, en hvernig? Hvað hefðu þeir gert? Er hringurinn ekki í raun gagnslaus? Eins og Vista í glingurformi, lúkkar vel og getur gert nokkur trix en í heildina leiðinleg byrði.
Ég hef lesið bækurnar tvisvar, á tveimur tungumálum, en hvergi séð neitt sem útskýrir hvernig hringurinn hefði getað notast til einhvers. Eða hvað?