The Inklings, eða Blekbændurnir var hópur menntamanna, þ.á.m. C.S. Lewis, J.R.R. Tolkien og Charles Williams. Hópur þessi varð áhrifamikill í bókmenntum og var kjarni hópsins einmitt bókmenntir.


Óformlegir hópar voru algengir í Oxford og var hópur stofnaður af Edward Tangye Lean er hét einmitt Blekbændurnir og voru Lewis og Tolkien í þeim hóp í kringum 1930.


Nafnið Blekbændurnir var svo tekið og notað yfir þennan vinahring Tolkiens, Lewis og Williams sem hittist í herbergi Lewis í Magdalen háskólanum. Hópur þessi byrjaði að hittast um '34 og hittust þeir reglulega í einhverju formi allt til 1962. Líkt og aðrir hópar í Oxford var þessu auðvitað eingöngu ætlaður fyrir karlmenn.


Hópurinn var mjög óformlegur og voru engir eiginlegir stjórnendur en til að komast inn í hópinn þurfti einn úr hópnum að bjóða þér og hinir hópsmeðlimir þurftu að samþykja boðið.


Flestir hittingar þeirra voru í Magdalen háskólanum til að byrja með en seinnameir byrjuðu þeir að hittast frekar á barnum The Eagle and the Child og fengu þeir þar sérherbergi til að ræða saman og drekka öl.


Umræðuefni hópsins var ekki stjórnað en oftast var rætt um óútgefinn skáldskap hvers og eins, ókláruð verkefni og ljóð. Svo gagnrýndu þeir auðvitað hvorn annann og reyktu tóbak og drukku saman.


Mörg af mikilvægustu skáldverkum 20. aldarinnar voru fyrst lesin á þessum fundum, þar má nefna Hringadróttinssögu og Silmarillion Tolkiens, Out of the Silent Planet og The Problem of Pain eftir Lewis, og margt margt fleira.


Aðrir merkilegir meðlimir hópsins voru t.d.: Charles Williams, Nevil Coghill, Owen Barfield, Hugo Dyson, Gervase Matthew og Christopher Tolkien sem var þá orðinn mikill menntamaður sjálfur.