Kolbítar, þeir sem liggja svo nálægt eldinum á veturna að þeir ,,bíta í kolin“, var hópur rithöfunda og annarra manna er lásu íslenskar sögur á forn-norska tungumálinu. Mennirnir hittust ca. einu sinni í viku og ræddu og lásu íslenskar þjóðsögur og goðsagnir.



Í hópnum voru m.a. menn sem seinna myndu verða meðlimir ,,The Inklings”, þar má nefna Hugo Dyson, Neville Coghill, George Gordon og svo auðvitað John Ronald Reuel Tolkien.



C.S. Lewis bættist svo seinna við í hópinn en hann og Tolkien voru orðnir góðir vinir.


C.S. Lewis hafði mikinn áhuga á þessum norrænu goðsögnum og týndu hann og Tolkien sér oft í þessum frábæra goðaheimi er þeir þaulræddu hann aftur og aftur.


Tolkien varð svo áhugasamur og ákafur eftir þessa fundi og byrjaði að lesa hluta úr fyrstu Miðgarðs-goðaheiminum fyrir C.S. Lewis, m.a. hluta sem hann kallaði ,,The Lay of Lethian“.


Þessi hópur var í raun eiginleg byrjun langs og áhrifamikils vinskaps C.S. Lewis og J.R.R. Tolkien, en seinna átti eftir að slitna aðeins upp úr honum.


Að lokum kláruðu Kolbítarnir auðvitað að lesa og ræða allar þessar íslensku sögur og því slitnaðu uppúr hópnum, en upp úr öskunni reis annar hópur, ,,The Inklings”.



Í bókinni, The Inklings, prentaði Humphrey Carpenter út bréf frá Lewis sem hann skrifaði til Tolkien í desember árið 1929 þar sem hann lagði lof á skrifin.



“I should have enjoyed [the poem] just was well if I’d picked it up in a bookshop, by an unknown author. The two things that come out clearly are the sense of reality in the background and the mythical value”