Þannig er mál með vexti að ég hef aldrei lesið bækurnar, en oft og mörgum sinnum horft á myndirnar.
Svo var ég að horfa á heimildarþætti um guði og flr. um daginn og þar var einn þáttur um Tolkein, og í þeim þætti kom fram að þegar að Fróði og co fóru aftur til héraðs eftir að hafa eytt hringnum var ekki allt svona grænt og fallegt (Eins og er í myndunum) heldur allt orðið dimmt og ljótt… Svo nú er ég alveg ruglaður. Hvor endirinn er réttur? xD