Ég var núna nýlega að ljúka við að lesa LOTR:FOTR í fyrsta sinn( I live in a shadow of shame) og að sjálfsögðu fannst mér hún frábær, en eitt skildi ég ekki, ég fór á myndina tvisvar og hún var geðveikt góð en í endan á bókinni þá er einginn bardagi eins og var í myndinni, nema áður en þeir koma að “stöplum konungana”(Ísildur og Anaríon). Þar var skotið að þeim nokkrum örvum, Legolas drap eittvað stórt dýr og búið. Hvergi var minnst á Uruk-Hai, né neitt annað, í myndinni þar er svakalegur bardagi þar sem Boromir deyr og Pippin og Merry eru teknir til fanga meðal annars.
Þannig að ég var að velta fyrir mér, er það bara eitthvað rugl sem Peter Jackson og félagar sömdu eða er þetta eithvað sem kemur til með að gerast í næstu bókum. Ef svo er þá finnst mér furðulegt að vera troða því inn í FOTR.
Og á meðan ég er að skrifa þá vildi ég bara lýsa yfir hneykslun minni á að hinum stórskemmtilega Tom Bombadil hafi verið með öllu sleppt úr myndinni, einhversstaðar hlýtur Peter Jackson að hafa getað fundið pláss fyrir hann, hann var ein líflegasta og skemmtilegasta persóna bókanna

Með kveðju Takami Bantóson
Ég er ekki til í alvörunni.