Komiði sælir hugarar. Ég veit að Tolkien lærði sem sagt forn íslensku og fékk margar hugmyndir frá t.d. Snorra-Eddu og fl. íslenskum verkum fyrir bækur sínar.

Það sem ég er ekki alveg með á hreinu er hvort hann hafi verið staddur á Íslandi er hann byrjaði að skrifa Lord of the Rings bækurnar, eða hvort hann hafi verið á Íslandi þegar hann skrifaði einhverja bók sína, eða kom hann bara í heimsókn í elli sinni eftir að starfinu hans lauk?

Getur einhver hér vinsamlegast frætt mig um hvernig þetta var vingjarnlega? :)

Fyrirfram þakkir :)
Kveðja, Nolthaz.