Hver sá hana?

Jæja djöfull er þetta fáránlegt rusl sem að maðurinn skrifar!

Fyrir ykkur sem ekki vita að þá skrifaði hann heilssíðu grein um það að honum fannst LOTR bækurnar vera hrikalegar og kvikmyndirnar jafn leiðinlegar.

Ekki nóg með það heldur kom hann einnig með hugmyndir um það hvernig Tolkien hefði getað skrifað bækurnar til þess að gera þær góðar. Nefndi hann þá að Tolkien hefði átt að sleppa “óþörfum” landslagslýsingum, sleppa öllum óþarfa aukapersónum, og gleyma því að skrifa svona ítarlegar bardagalýsingar…og með öllu því komst maðurinn að þeirri niðurstöðu að það væri hægt að gera góða 200 - 300 blaðsíðna ævintýrabók…

Síðast en ekki síst nefndi hann hvernig kvikmyndirnar hefðu getað orðið betri. Þá fannst honum að þeir hefðu átt að sleppa Sarúman, Entunum og Treebeard, sleppa Boromír, sleppa flestöllum atriðum úr ferðalagi Fróða og Sóma og já, - honum fannst Álfarnir algjörlega óþolandi og algjörlega óþarfi.

Málið sem að pirraði mig jafnframt svo mikið við þessa grein var það að maðurinn staðhæfði endalaust. Hann sagði aldrei að þetta væri sitt mat - heldur bara að LOTR “væri einfaldlega hundleiðinlegar bækur”.

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst LOTR frábærar bækur og mér finnst kvikmyndirnar nærrum því jafn frábærar - hvað finnst ykkur um þessa grein?!