Það eru reyndar þegar til nokkrir LotR leikir, gamlir leikir frá Interplay. Það voru gerðir leikir eftir bæði eftir Fellowship of the Ring og the Two Towers. Einnig var gerður leikur fyrir SNES kerfið. Leikirnir fannst mér nokkuð góðir og á ég þá báða, verst að það þarf bækling til að spila þá (svona skemmtilegt journal entry kerfi sem sumir gætu kannast við). Þessir leikir eru svokallaðir “bird's eye view” leikir eins og gömlu Ultima leikirnir. Leikurinn byrjar á Bag End þar sem þú hefur Frodo, Sam og Pippin og fylgir leikurinn bókinni nokkuð vel. Í the Two Towers byrjar leikurinn síðan með Aragorn, Legolas og Gimli, rétt eftir að þeir eru búinir að grafa Boromír.
Ég hef hinsvegar ekki heyrt mikið um þennan nýja leik sem á að gera, nema að hann eigi að vera þriðju persónu “follow mode” leikur þar sem þú spilar Frodo. Hef líka heyrt að þessi leikur sé einhver svaka bardagaleikur, sem freistar mín ekkert svakalega.