Forsaga Hringadróttinssögu er eins og flestir vita Hobbítinn. Því miður :( þá las ég glataða þýðingu Úlfs Ragnarssonar og Karls Úlfssonar af henni en gæði bókarinnar bættu mér það þokkalega upp.

Bilbó Baggi er ósköp venjulegur hobbíti sem býr í Hobbtúni. Dag einn kemur seiðkalrinn, Gandalfur í heimsókn til hans og býður honum að fara í ævintýri. Bilbó harðneitar en býður Gandalfi þó í kaffi. Áður en Gandalfur kemur í kaffi daginn eftir koma 13 dvergar óboðnir ínn í hús Bilbós. Dvergarnir 13 og Gandalfur ná að heilaþvo hann og hann nánast verður að fara gegn vilja sínum í þetta ævintýri. En hvernig ævintýri þetta er þarf hann að fá að vita! Æðsti dvergurinn, Þórinn Eikinskjaldi segir honum frá því að dreki að nafni, Smákur hafði fyrir löngu síðan stolið fjársjóði forfeðra sinna og gætir vörð um hann ennþá. Bilbó og dvergarnir 13 halda þá í þessa hættuför en Gandalfur er ekki með þeim allan tímann. Í ferðinni lenda þeir í ótal hættulegum ævintýrum út af skrýtnum verum t.d tröllum, orkum, álfum, köngulóm og að sjálfsögðu drekanum Smáki. En það merkilegasta sem gerðist í förinni var það að Bilbó vann Hringinn af Golla í gátukeppni.

Mér fannst þessi bók vera alger snilld og það er hægt að lesa hana aftur og aftur þökk sé, J.R.R Tolkien!

kv. ari218