Ég var að lesa “Tree and Leaf” eftir meistara Tolkien um daginn sem er ritgerð og fjallar m.a. um ævintýri almennt. Þar rekst ég á heimikla umfjöllun um kvikmyndun og leiksetning ævintýra og var hann því algerlega mótfallin. Kvikmyndun ævintýra eyðileggur ýmindun lesandans og möguleika hvers á að túlka það eftir eigin þroska og reynslu. Kvikmyndun ævintýra neyðist líka til að skera svo og breyta sögunni það mikið að það verður um allt aðra sögu að ræða. Í þessu ljósi finnst mér það vera vanvirðing við minningu Tolkiens að kvikmynda hans helsta ævintýri; Hringadróttinssögu. Verkið var Tolkiens og það er hefur enginn rétt til að nauðga því gegn vilja höfundarins, og breytir þá engu að hann skuli vera látinn.