Ég hef rosalega verið að taka eftir að fólk hérna er oft að kvarta undan að þetta áhugamál sé að deyja út.
HÆTTIÐ AÐ KVARTA OG GERIÐ EITTHVAÐ Í ÞESSU.
Ekki ætlast til að allir aðrir geri eitthvað, þið sjálf verðið að koma með eitthvað. Það er alltaf hægt að koma með greinar, þó svo það hafi verið gert grein um það áður, bara láta langan tíma líða á milli greina um það sama.
Svo eins og einn admin sagði, að ekki ætlast bara til að þeir rífi þetta upp.
Ég sjálf hef verið að reyna að gera eitthvað hérna. Sendi inn Arwen greinina og hef ætlað að bíða með að setja aðra þar til önnur kæmi, svo kemur aldrei nein, svo ég sendi aðra núna rétt áðan, rétt vona að hún verði samþykkt.

En þó að myndirnar séu hætta að koma, að þá eru bókmenntirnar enn lifandi og endalaust hægt að ræða eitthvað út frá þeim.

Mér finnst við ættum öll að vera virkari og vekja þetta áhugmál aftur upp. Það á ekki skilið að deyja út svona.