Ég var að fara í gegnum möppurnar mínar í tölvunni, þar á meðal gömul skólaverkefni síðan í grunnskóla. Og þar fann ég mjög stutta “ritgerð” sem ég skrifaði um Tolkien í 8. bekk, fyrir um 5 árum. Á þeim tíma sem ég var að byrja á þessu Tolkien/LOTR æði. Gaman að setja hana hérna, þó þið vitið öll þetta allt :P

Tolkien

Tolkien skrifaði söguna “Hobbitinn” sem kom út árið 1937. Hann skrifaði líka Hringadróttinsögu með hléum á árunum 1936 til 1949. Hann hafði lesið margar íslenskar sögur og bygði Hringadróttinsögu að hluta til af þeim

Tolkien var málfræðingur sem tók upp á því að búa til fornt tungumál. Af því datt honum í hug þá sem töluðu tungumálið og bjó til nýan heim sem álfar, hobbitar, dvergar, menn og orkar lifðu í.
Grimmur höfðingi sem þráði völd, Sauron, smíðaði sér töfrahring, Máttarbaugin eina, til að hann gæti ráðið yfir öllum heiminum.
En hringurinn glataðist ,í mikilli baráttu milli góðs og ills, og barst í hendur veru að nafn Gollrir sem fór með hringinn langt inn í Þokufjöll. En svo fann hobbitinn Bilbó hringinn. En hann varð ekkert eldri og þegar hann var orðinn hundrað og ellefu ára arfleyddi hann fóstursyni sínum ,Fróða, hringinn.
Fróði komst að því að þetta væri hringurinn eini og hann yrði að fara með hringinn í miðju eldfjallsins Dómsdyngju ,í landi Mordor, og kasta honum í eldgjánna því hringnum gat aðeins verið eytt þar.
Fróði lagði af stað í þessa hættuför með vini sínum Sóma og þeir hittu fleiri verur sem héldu áfram með þeim.

Hringadróttinsögu var skipt í þrjú bindi sem eru:
Föruneyti Hringsins (the Fellowship of the Rings), Tveggja turna tal (the Two Towers) og Endurkoma konungsins (Return of the King).

Eftir dauða Tolkiens var gefin út bók sem segir frá því sem gerðist áður í heiminum á undan Hringadróttinssögu. Þessi bók heitir “Silmerillin”.