Svo virðist sem áhuginn á LOTR sé að deyja, ekki aðeins hérna á huga ( Þar sem það hafa ekki komið korkar í langan tíma og alltof fáar greinar)

T.d. Ég er að safna styttum/dúkkum af persónunum úr LOTR, og vantar mig aðeins tvo til að fullkomna föruneytið, síðan á ég einvherja fyrir utan það. Ég hafði alltaf verslað það í Nexus, síðan í sumar fór ég þangað og ætlaði að versla mér einvherja, en þá voru þeir allir búnir, ég spurði hvort þeir fengju fleiri, en þeir sögðu að svo yrði ekki, útaf því að áhuginn hjá fólki gagnvart LOTR hefur minnkað svo svakalega að það tæki ekki fyrir þá að panta fleiri LOTR vörur. Það finnst mér frekar ömurlegt, því nú þarf ég að fara að versla mér þetta á netinu, sem er nú bara vesen.

Það er mjög leiðinlegt að sjá þennan minnkandi áhuga á þessu. Mig langar oft að senda inn greinar hingað, en ég er alls ekki góður penni, bíst ekki við að það sem ég skrifi fái góðar viðtökur…