Ok, höfum eitt á tæru, ég er nýr hérna á áhugamálinu og er kannski ekki sá fróðasti um verk Tolkiens. Það mætti jafnvel segja að ég viti ekki mikið meira en eitthvað það sem stendur í Hobbitanum, Silmerillinum og Hringadróttinssögu.

En hérna já…ég hef lesið þessar bækur og ég hélt að þetta væru einu bækur Toliens. Kannski er ég bara heimskur en ég hef aldrei heyrt um fleiri bækur eftir hann en þessar 5 og síðan var ég að lesa “nörd vikunnar” og hann sagðist hafa lesið 6.

Allavega, eftir þennan langa og merkingarlausa kork ætla ég að varpa fram spurningunni.

Hvaða bækur hefur Tolkien skrifað fyrir utan, Hringadróttinssögu 1,2 og 3, Hobbitann og Silmerilin?