Núna um daginn rakst ég á enn eins þýðingu á Hobbitanum. Sá sem átti bókina var bekkjarbróðir bróður míns. Bróðir minn( sem ég er búinn að smita af Tolkien dellunni) hafði sagt þessum vini sínum frá Tolkien, hvað han væri góður rithöfundur, blababla.
Svo þessi vinur fékk lánaðan Hobbitann hjá frænku sinni, bókin var útgáfa frá 1973, þýð. Karl Ágúst Úlfsson og Úlfur faðir hans sem þýddu.
Ekki bara ljóðin, heldur LÍKA BÓKINA.
Þetta er sannast sagna ömurleg þýðing, og nafnakerfið er allt farið úr skorðum, meira að segja Hobbiti er þýtt Hobbi í bókinni, Gollrir er Golli, dríslar eru durtálfar o.s.fr.
M´ðer fannst það næstum því sorglegt að þessi vinur var að lesa svona ömurlega þýðingu, ég gapti alveg þegar ég gluggaði í hana, og þegar ég spurði hann hvernig honum líkaði Tolkien, sagði hann: “ah, bara fínt.”
Svo ég við beins því til allra þeirra sem eru að fara að kaupa sér hobbitann, fá hann lánaðann á bókasafninu eða hvað sem er: EKKI LESA ÞESSA ÞÝÐINGU!