Hér birtist þrá Álfsins Legolasar til hafsins.

Til sjávar! Þar mávarnir
margraddað kliða,
Þar vindarnir blása, þar er brimöldur niða.
Í vestri, við sjónhring, er sólin að falla.
Grátt man ég hafskip,
hvort heyrið þið kalla
frændur sem undan mér sigldu undan sólu?
Skiljast nú hlýt ég við skóga, er mig ólu;
farinn er dagur og fækkar brátt árum,
einsleg mun ferð mín á úthafsins bárum.
Þungar eru öldur sem að
Ystu ströndum falla,
fagrar eru raddir sem úr
Fjarskanum kalla.
Eresseu – Álfabyggð mun
enginn maður finna:
landið þar sem lauf ei fölnar,
landið frænda minna.