Þetta er nú kannski ekkert stórmál en ég hef hugsað um þetta töluvert lengi.
Málið er að ég vil fá góðan þýðanda til að gera texta við myndirnar. Ég yrði snarvitlaus ef einhver annars flokks þýðandi mundi sjá um þetta og klúðra þessu rækilega. Maður hefur oft séð á undanförnum árum alveg hörmulegar þýðingar. Þannig myndi myndin missa mikið fyrir þá sem eru ekki góðir í ensku. En þar sem búið er að þýða bækurnar svo snilldarlega datt mér í hug hvort Þorsteinn Thorarensen(sá sem þýddi bækurnar) gæti ekki aðstoðað við textagerðina (þar að segja ef hann hefur áhuga). Ég veit að fyrirtækið Myndform hefur umboðið fyrir New Line Cinema svo það er spurning hvort maður ætti að hafa samband við þá og stinga upp á þessu. Er einhver sammála um mikilvægi þess sem ég hef talið upp?