Veit einhver hvað varð um og hvort hægt sé að nálgast teiknimyndabækurnar sem gerðar voru eftir hringadróttinsögu? Maður er kanski kominn yfir þann aldur og tíma til að lesa teiknimyndasögur en það væri gaman að gefa þetta í jólagjöf eða bara whatever.

Þessar bækur voru vægast sagt vel gerðar og þótt þær færu nokkuð hratt yfir efnið þá bættu þær það upp með vægast sagt frábærum teikningum sem Peter Jackson færði augljóslega yfir í myndirnar sýnar td: Balrogginn sem var nákvæmlega eins og í þessum bókum, Gandálf sem og fleirri persónur sem sýnir að hann hafi greinilega verið mikill aðdáandi þessara teiknuðu bóka og ekki síður stuðst við þær heldur en upprunalegu meistaraverkin.

Annars veit ég að þessar myndasögur ýttu á eftir mörgum til að lesa bækurnar sjálfar og gerðu það að verkum að fleirri fengu að kinnast þessum frábæra heim sem Tolkien skapaði fyrir lesendur sína.

Ég veit vel að þetta kallast nú varla grein en það var einhver umræða um það hversu illa stundað áhugamálið væri svo ég hendi þessu bara hingað og sé hvað gerist…takk fyri