Ég fór í bíó í gær og meðan verið var að sýna brot úr væntanlegum kvikmyndum fékk ég þessa hugmynd.
Nú er verið að gera kvikmynd (væntanlega koma fleiri en ein) eftir ævintýrum C.S. Lewis um Naríu. Sú fyrsta; Ljónið, nornin og skápurinn er væntanleg í desember. Mér datt í hug að það væri kannski sniðugt að prófa að gefa C.S. Lewis smá umræðuhorn (kork) á Tolkien áhugamálinu. Þar sem Lewis var besti vinur Tolkiens held ég að hann hefði ekki á móti þessu sjálfur.
Þá gætu frekari umræður kannski skapast og fleiri lagt leið sína inn á áhugamálið ef þetta yrði auglýst svolítið upp.
Hvernig líst ykkur á þessa hugmynd? Góð? kolómöguleg?