Lengi hef ég velt fyrir mér hvað nafnlausu verurnar sem Gandalfur minnist á í lýsingu sinni á bardaganum við Balrogginn séu. Það sem veldur mér mestum heilabrotum í því máli er að Gandalfur segir nafnlausu verurnar vera eldri en Sauron. Eins og Tolkien-nerðir hljóta að vita skapaði Alfaðir Ænúana fyrst allra hluta, þegar ekkert var til nema Tómið mikla og Alfaðir sjálfur. Hafa spakir menn hér einhverja skýringu á þessu? Gætu þessir hlutir mögulega verið eldri en Alfaðirinn sjálfur? Eða meinar Tolkien aðeins að þeir hafi verið lengur á Arda en Sauron?

Allar vangaveltur eru vel metnar.