Ég er svoldið ósáttur við það hjá PJ (hann er frábær leikstjóri og myndirnar voru frábærar) að hann lætur alla góða hemenn vera eins og þeir geir varla lyft sverði. Til dæmis í Mínas Tírith þegar orkarnir koma inn í borgina þá drepa þeir Gondarana hægri vinstri, og aðeins Gandalfur getur eitthvað. Þetta er líka þannig á Hjálmsdýpi o.s.frv. en mér finnst þetta vera vanvirðing við Gondorska og Róhanska hermenn. Það er fínt að sumir deyji en það deyja bara of margir í myndunum. Tolkien sagði aldrei að hermennirnir væru stráfeldir af orkum. Hann sagði að þeir berðust hetjulega.

Það atriði sem mér þykir fara mest úrskeiðis er í umsátrinu um Mínas Tírith. Tvö tröll renna umsáturnum (Sige towers) að veggnum, og hvað gera bogskytturnar þær skjóta TURNANNA einmitt eins og einhver myndi gera það en þá kemur hetjan Gandalfur sem þarf að hugsa fyrir hermennina og segir “Ekki skjóta turnana skjótið tröllin, drepið tröllin”

Vá þetta átti ekki að vera svona langt.