Ef einhver hefur áhuga, þá er þau að finna bæði á disk 1 og disk 2.

Þið farið í scene selection, farið að síðasta atriðinu (og þetta á við báða diska) og ýtið þar á *niður*. Þá eigiði að sjá hring og ýtiði þá á *enter*.

Á disk 1 sést viðtal sem Dominic Monaghan tekur við Elija Wood. Viðtalið á sér stað yfir gervihnött og er þannig sett upp að Dom sér Elija, en ekki öfugt. Elija heldur að hann sé að veita einhverjum þýskum afþreyingaþáttadurg viðtal, án þess þó að vita að þarna sé einungis vinur hans, hann Merry, á ferð. Drepfyndið.

Á disk 2 er sýnt viðtal sem framleitt var á vegum MTV, þar sem Ben Stiller og Vince Vaughn spjalla við P.J. um framhald að LotR þríleiknum. Gott… en á þó ekkert í viðtal þeirra Elija og Dominics.

Bara svona ef einhver skyldi hafa áhuga.