Góðan daginn. Mig dreymdi Lord of the rings draum og langar að deila honum með ykkur. Þetta byrjaði allt á því að ég fór að sofa. Og ég sofnaði. Og síðan var ég allt í einu orðinn ég. Í svipuðum fötum og Aragorn og svipað mikið hár og skegg. Eins og hann leit út í myndinni. Nema mitt andlit var í stað Viggo. Við vorum þarna og reyktum pípu. Ég,40 rekkar & 200 Álfar. Við vorum í stóru húsi, svona hálfgert bókasafn með tveimur dyrum handan veggjana og kveikt á kyndum allt í kring. Og málaðar myndir af Ísildur,Gil-Galað,Galadriel,Gandalfi & Elrondi. Síðan var einn rammin þarna blankur og undir honum stóð Síðasti Arfteki Númena. Estel. Og ég virti þetta málverk fyrir mér. Skyndilega heyrðust orka lúðrar. Og það var látið alla fá vopn. Rekkarnir fengu Langsverð og Álfarnir Boga. Og raðað á staði. Ég var látinn alveg fremst það sem höggið myndi verða þyngst. Og þegar ég var að halda á minn stað kallaði maður á mig, og ég sneri mér við og sá einhvern álf sem lýktist Elrond og óskaði mér góðs gengis og ég óskaði honum góðs gengis á móti og hann faðmaði mig(ekkert káf samt). Og síðan horfi ég beint inni augun á honum. Þá sá ég einhverja konu. Hún grét og grét. Ég hélt áfram að stara og þá sá ég öxi koma að henni og hann snéri sér undan. Og ég fór á minn stað. Og þá sá ég allavega 20.000 orka koma hlaupandi með axir,sverð,spjót og járnhnefa(held það heiti það. Með svona göddum á). Og ég öskraði Skjótið og svona. Svo hélt sagan bara áfram. Þangað til að við þurftum að hopa. Við vorum bara hundrað eftir. Og þá lokuðum við hurðunum hentum bókum,stólum borðum og öllu sem við fundum til að geta haldið þeim í skefjum. Og þeir börðu og voru með trédrumb og þeir létu hann lenda á hurðunni. Skyndilega reif hurðin upp. Þeir skutu og þá sá ég að þeir hittu þennan álf. Ég hljóp í átt að honum. Og tók hann og hann sagði : Dina* Dina*!(Dina þýðir feldu þig á ensku ef þið eruð í vafa. Og ég fór og faldi mig. Þangað til öllum hafði verið slátrað. Var ég einn eftir á móti nóg og mörgum orkum. Og einhver orkinnn fann lykstina af mér og þeir hlupu í átt að mér. Og ég tók á móti. Var alveg umkringdur. Og skyndilega fékk ég ör í öxlina. Og sá allt hvítt. Þá komu allir úr Föruneytinu. Og alllir úr málverkinu og ég leit á málverkið þá breyttist allt og í ljós kom Aragorn og undir stóð Kóngur Gondir. Síðasti Arftaki Númena. Estel. Og síðan komu Þjóðan og félagar. Síðan þegar aðeins einn orki var eftir. Horfðu allir á hann. Þá kom Boromír og öskraði Lurtz. Og drap hann. Og þá fóru allir að tala saman. Smala líkum og svona. Og þá kom Sauron sjálfur. Ég tók sverðið hans Aragorns. Og byrjaði að skylmast við hann. Ég heyrði Gandalf segja : Forðaðu þér. En ég hélt áfram og endaðu með því að ég skar hann á háls. Og þá fékk ég einhverja kóronu sem sjálfur Aragorn lét á mig. Og ég fór og í einhver bát og silgdi yfir hafið eða var að fara sigla yfir það. Þá kom Mamma og vakti mig :D <br><br>quartz
Ási
acrosstheuniverse