Jæja.

Mig langaði bara að fá að vita hvort einhver hér hefði áhuga á MMORPG-leikjum, og ef svo væri, hvort þeir ætluðu að spila Middle-earth online leikinn. Fyrir þá sem ekki vita, þá er þetta multiplayer role-playing leikur, sem fer að öllu leiti fram á internetinu, og hann gerist í Middle-earth, eins og nafnið gefur til kynna! Þessi leikur er væntanlegur seint í ár, og ég, ásamt mjög mörgum öðrum, er staðráðinn í því að spila hann! Fyrir þá sem vilja skoða meira bendi ég á heimasíðurnar;

http://www.middle-earthonline.com/
http://www.meo.com/
http://www.meosource.com/

Þarna er að finna allar upplýsingar um leikinn, ásamt einum fítus sem mér finnst algjör snilld, “kinship database”. Þar er fólk með svipuð “goal” og áhugasvið innan tolkien heimsins, búið að rotta sig saman og stofna svokölluð “kinship”. Ég sjálfur er búinn að sækja um aðgang að einu kinship-inu, the Riders of the Riddermark, en var að spá hvort áhugi væri fyrir sér-íslensku kinship-i í leiknum! Ég hugsa að ef nógu margir hefðu áhuga á leiknum, gætum við ef til vill verið nógu margir til að stofna kinship, það væri massa gaman! Hvað segið þið, Tolkien áhugamenn?

-turamba