Þá er komið að því að hæla myndunum.

PJ&co á hrós skiðið fyrir að standa vel að gerð Héraðs, mér fannst það allt passa svo vel við bókina.

Þegar riddarinn teygir sig niður að hobbitunum og pöddur flýja frá honum þá fékk ég hnút í magann(MJÖG gott)

Allt sem gerðist í bænum (man ekki hvað heitir) nóttin á gistiheimilinu og kynni þeirra víð Stíg (tipp topp) hefði verið erfitt að gera betur

Weathertop og ferðin þar eftir alveg þangað til Arwen fór að blanda sér í málið var mjög flott

Rivendell var glæsilegur og hvernig Bilbo breyttist þegar hann talaði við Fróða.

Moría var 100% gott nema þetta eitthvað eitt, ég held að þið áttið ykkur á hvað ég á við.

Lothlorien var OK hefði vilja fá að sjá meira af því heillandi umhverfi

Þegar orkanir ræna Merry og Pippin var “by the book” og Ferð Fróða og Sóma einnig nema þá kannski kynni þeirra við Faramír.

Mér fannst Riddar Róhans sannfærani m.t.t. að konungur þeirra var bugaður maður.(af hverju er okkur Íslendingum ekki meira samsvarað til þeirra, frekar en einhverjum enskum sveitadurgum, í viðaukanum við myndina er talað um að Róhanar séu afsprengi Tolkiens af einhverjum enskum sögum. Tolkien hafði allavega 2 íslenskar barnfóstrur á þeim tíma sem hann skrifaði bækunar og spurði þær oft um íslenskar sögur, hann kom til Íslands gagngert til að kynnast landi og þjóð og las margar af víkingasögunum okkar. Ég las grein í Mogganum einhverntíman þar sem vitnað var í eina þessarar barnfóstru og hún talaði um að Tolkien hefði verið hrifinn af hversu íslenski hesturinn væri(hefði verið) mikilvægur hér á landi (enda þarfasti þjónninn) Fyrir utan þá staðreund að þeirra tungumál er ekki svo ólíkt nútíma íslensku.

OK aftur að myndunum:

Mínas Tírith var mjög flott og Fangorn bæði skógurinn og persónan mjög vel heppnað.

Þegar Svarti konungurinn er veginn var fannst mér ekki hægt að gera betur, frábært atriði.

Róhönum var líka vel lýst sem hálfgerðum frummönnum í orrustu. (mér fannst það eiga við)

Annað var það nú ekki að þessu sinni.

Bæti kannski við þetta þegar ég er búinn að horfa aftur á myndirnar en það er nú ekki langt í það.

Með vinsemd og virðingu

Rapport