Ég hef verið að velta því fyrir mér undanfarið hvort að maraþon sýningin á FOTR, TTT og ROTK hafi verið góðar. Ég fór á FOTR og TTT fyrir ári og fannst ekki mikið til koma. Jú myndirnar eru að mínu mati með þeim betri sem að ég hef séð en salurinn gjörsamlega eyðilagði upplifunina fyrir mér (eins gott að ég hafði séð Two Towers áður). Nánast allir í salnum voru eitthvað að tala saman, fólk var að tala í símana sína, fólk var að standa upp og rjúka út úr salnum á 10 mínútna fresti og það sem gerði upplifunina sem versta var það að það voru einhverjir 12 ára krakkabjánar sem höfðu alls enga þolinmæði í þetta að rugga sér fram og aftur í sætunum sínum með þeim afleiðingum að sætið mitt var á stanslausri hreyfingu.
Að þessu tilefni spyr ég þá sem fóru á allar myndirnar saman; var upplifun ykkar eitthvað svipað því sem að ég lenti í?<br><br>—————————-
“Listin er guðlegri en vísindin. Vísindin uppgvöta, en listin skapar.”
-J. Opie-

“Faithless is he that says farewell when the road darkens”
Gimli Glóinssonur, The Fellowship of the Ring.

Votre âme sera la mienne aujourd'hui enfant!
Aujourd'hui vous matrice!

Je suis le côté obscur!
—————————-