Hvað er að fólki, hvaða máli skiptir hvað legolas gerði eða gerði ekki í bardaganum við helms deep og pelenor. Það sem skiptir máli er að söguþráðurinn er í meginatriðum sá sami og í bókinni.

Þó mér hafi fundist þetta atriði vera hálf kjánalegt, þá lét ég það ekki skemma fyrir mér alla myndina. Myndin er sú besta sem ég hef á æfi minni séð og eitt eða tvö skrítin atriði breyta því ekki neitt.

En hér eru menn sem væla og emja yfir því hvað þetta og hitt hafi verið ömurlegt og það virðist skemma fyrir þeim alla myndina, þess ber að geta að þetta verk var talið ómögulegt að kvikmynda og verður ekki annað sagt en að hér með sé búið að afsanna það rækilega.

Mér finnst að hver og einn ætti að hrópa tífallt húrra fyrir því fólki sem lagðist í þetta verkefni og fórnaði 7 árum af æfi
sinni til að koma þessu á hvíta tjaldið, í staðinn fyrir að ausa skömmum yfir það fyrir að gera eitthver atriði öðruvísi, sem skipta svo kanski engu máli þegar upp er staðið.
Maður er bara hræddur við svona kvikindi!