Jæja, bara smá spurning fór það ekki í taugarnar á neinum öðrum en mér hvernig endalok hringsins voru gerð?

Í bókinni: Frodo bregst á ögurstundu, og gerir sjálfan sig að valdhafa hringsins. Gollum ræðst á hann og bítur fingur Frodos af með hringnum, fer að dansa um og dettur í fjallið.

Í myndinni: Eins að augnablikinu þegar Gollum bítur hringinn af. Hér ræðst Frodo á hann, þeir berjast á barminum, Gollum dettur niður og dregur svo Frodo með sér, sem er bjargað á “dramatískan” hátt af Sam.

Það sem mér líkaði einmitt mjög vel við bókina var að Frodo reyndist vera “mannlegur”, hann brást þegar til kastanna kom. Eyðilegging hringsins var í raun Gollum að þakka, á meðan lá Frodo í einhverri gjótu. En í myndinni verða hann og Sam hetjur. En svona verða víst kvikmyndir að vera…