Ég er gífurlega ósáttur með 3 leikin. Eins og allir leikirnir er hann (Mitt álit) of stuttur og alger steypa. Þvílíkt rugl hann barðist aldrei við konung dauðra. Og svo eru borð eins og Black Gate bara rugl þeir eru svona 8-12 samankomnir uppi á einhverjari hæð. Bölvað rugl. Mount Doom, fróði stakk ekkert Gollum svo hann datt niður. Maður hefði átt að berjast við hann og svo þegar maður sigraði hann ætti hann að detta út í eins og í bókinni. Ekki þannig að Fróði væri herra hetja. Leikurinn er bara ætlaður fyrir þá sem ekki þekkja söguna. Því þeir sem hafa lesið bókina verða fyrir rosalegum vonbrigðum með leikin vegna einskis tilits við söguna. En samt sem áður gífurlega flott grafík og flottir bardaga frá 1 og upp í 4 þá mundi ég gefa 3 og hálfan fyrir grafík. Spilun hörmuleg á köflum vill maður bara hætta að spila leikin og skilja hann hálfkláraðan eftir. 1 og hálfan fyrir spilun vegna góðmensku gef ég honum ekki stórt 0 í spilun.
Músíkin er frábær og vel tímasett. En samt þessi leikur er týpískur hack and slash leikur svo hann á ekki skilið nema 2 af 4 mögulegum. Það þyrfti að vera meiri fjölbreyttni í leiknum. Kannski hefðu þeir átt að gera þetta að leik þar sem þú ferðast um og leikurin er eins og eitt samfellt borð. Það kemur eitt message upp og segir farðu í norður á þenna stað blablabla til að komast áfram í leiknum.

Allaveg finnst mér hann ekki flokkast undir góða og skemmtilega leiki sem eru verðugir þess að vera keyptir.