Ég hef furðað mig á einu, alveg síðan ég sá fyrstu LotR myndina. Það er: hvar í ósköpunum er Tom Bombadil. Ég las fyrstu bókina rétt áður en ég sá myndina og man að þessi einstaki karakter og lýsingin á honum heillaði mig uppúr skónum. Einhver gaur með fjaðurhatt og í gulum stígvélum að syngja fölsk kvæði um sjálfan sig og hvernig hann sé meistari trjánna.
Svo finnst mér líka leiðinlegt hve lítið er gert úr ferð þeirra hobbita til Brýs af því að frásögnin af því er einir 2-3 kaflar af bókinni.
“If it isn't documented, it doesn't exist”