Það var að koma út bók sem nefnist Tolkien og hringurinn. Þetta er mjög góð leið til þess að skilja bækur Tolkien betur og lesa sér til um hann. Það er t.d um ævi Tolkiens, um sögupersónur og söguþráð. Einnig koma tilvitnanir inn á milli og í hvert sinn sem talað er um kafla í bókinni eða atburð kemur í sviga fyrir aftan hvar í ensku og íslensku útgáfunni það er.Þessi bók útskýrir vel hvers vegna bækur Tolkiens eru svona vinsælar. Maður lærir líka meira um hann. Að mínu mati er þessi bók mjög góð fyrir áhugamenn um Tolkien og bækur hans (Þó mest sé fjallað um hringadróttins sögu).


Kv. Estel