Ég veit að þessi grein er skrifuð nokkuð seint miðað við það þetta gerðist á seinasta ári.

Hringafárið var byrjað. Allt og allir voru að tala um LotR og ég gat ekki beðið eftir því að sjá fyrstu myndina.

Eftir myndina fór ég heim í yfirþyrmandi góðu skapi og hugsaði með mér(vegna þess að ég spila nokkuð mikið af tölvuleikjum) að ég vissi hvað ég ætlaði að fá þegar það kæmi út: Lord of the Rings:The Two Towers.

Nokkru seinna þegar ég loksins fékk leikinn fór ég að spila hann og varð eins fljótt og hægt er fyrir vonbrigðum. Leikurinn var allur bara labba um og rústa öllu og so var leikurinn búinn. Ég hafði nefnilega ekki fattað að kaupa Lord of The rings: The Fellowship of the ring sem var gefinn út af öðru fyrirtæki en EA en vara algjörlega miklu betri.

Ég er reyndar líka frekar ósáttur við myndirnar því að bækurnar eru svo mörg trilljón sinnum betri! Í fyrri myndinni(Fellowship) vantaði fullt. Meira að segja eftir að extended version kom út þá vantaði ennþá fullt. Sem dæmi nefni ég Tom Bombadil(Tuma Bumbalda á íslensku) einn af (að mínu mati) svölustu gaurunum í sögunni en í myndinni var ekki einu sinni nefnst á hann.

Svo er það náttúrulega stóri bardaginn í LotR:TTT. Hvar í bókinni stendur eitthvað um að álfar hjálpi mönnunum og eftir að Gandalfur kom komu þá ekki Entarnir og réðu niðurlögum Orkanna?

Jaa… þá er ég búinn að segja mína meiningu
Bless og takk, ekkert snakk.