Ég hef verið að spá… hvort ætli sé betra að lesa fyrst LotR bækurnar og sjá svo myndirnar? eða fyrst sjá myndirnar og lesa svo bækurnar??

Ef maður les bækurnar fyrst þá er myndin kannski ekki jafn spennandi af því að þú veist fyrir fram hvað á eftir að gerast..! og svo verðuru kannski fyrir vonbrigðum bæði yfir því að einhverju var sleppt í myndinni sem var í bókinni og svo hafðir þú ímyndað þér allar persónur og staði öðruvísi en þeir eru í myndinni… eða hvað??

En ef þú sér myndirnar fyrst og lest svo bækurnar þá ertu með svona grunn af því hvernig allt fólkið og staðirnir líta út og getur svo bara bætt við þann grunn eins og bókin segir til um og þér finnst bara þetta sem var ekki í myndinni vera cool! en þá kannski aftur á móti er ekki eins gaman að lesa bókina…. en samt er fullt af nýjum hlutum sem gerast………!!

þannig, hvort ætli sé betra?
“að elska örlög sín, nauðugur, viljugur”