Komið þið sæl. Ég er ný hérna á vefnum, en langaði aðeins til að tjá mig um eitt sem fer agalega í pirrurnar á mér. Nú var Tolkien þessi mikli málsnillingur en komið hefur upp skandall að mínu mati í íslenskri tungu. Nafn Eowyn var íslenskað Jóvin, sem mér finnst mjög fallegt, og tveir íslendingar heita þessu nafni. Það er hins vegar ekki það sem angrar mig, heldur það að það eru 2 karlmenn sem heita þessu nafni, Jóvin, af því er virðist feðgar, en HALLÓ… þetta er kvenmannsnafn, komið úr sögu þar sem nafnið er á kvenpersónu!!!!