Eitt orð: Vá!

Ég var að ljúka við að horfa á extended útgáfuna af TTT og ég er nær orðlaus.

Þessi útgáfa útskýrir svo margt sem maður var undrandi yfir í bíósýningunni.

* Fleiri atriði með entunum
* Hobbitarnir drekka úr lindinni
* Fangorn skógurinn lifnar við og aðstoðar í orustunni við Hjálmsdýpi.
* Faramír gefin meiri dýpt og sett fram þokkaleg útskýring á honum, ég tek hann núna í sátt eftir að hafa verið ósáttur við hann í upprunalegu útgáfunni.
* Svo eru helling af smáatriðum sem maður man úr bókunum sem koma fram í myndinni.

Það eru mikið fleiri atriði í myndinni en í augnablikinu þá get ég ekki tilgreint þau neitt meira. Ástæðan fyrir því er að mér finnst þessi mynd vera núna eins og hún átti að vera. Hún myndar mikið betri heild en fyrri útgáfan.

Ég hvet alla unnendur LOTR að láta extended útgáfuna ekki framhjá sér fara.

Endilega komið með ykkar álit á myndinni hér! :)

Kveðja,
Icez