Las grein hérna á áhugamálinu rétt áðan, sem minnti mig á mjög skemmtilega tíma fyrir nokkrum árum..

Það sem ég las um var töfin á milli bindis 2 og bindis 3 í Hringadróttinssögu; árin sem liðu á milli Tveggja Turna Tal og Hilmir snýr heim.

Aldrei hef ég orðið jafn pirraður og ég varð við það að lesa endann á bók tvö, vitandi það að ég gæti ekki klárað söguna strax. Eins og málin stóðu þurfti ég reyndar að bíða í einhver ár eftir því! Það bætti svo ekki úr skák að bókin endar á mjög spennandi hátt.

Þar sem enskukunnátta mín var ekki upp á marga fiska á þessum árum átti ég ekki marga aðra möguleika í stöðunni og það að bíða.

Biðin langa eftir 3. bindi skilaði sér svo í enn einu stórvirkinu.

Enn í dag finnst mér 3. bindi besti hluti verksins, og er það að öllum líkindum vegna þess hve mikil eftirvænting hafði byggst upp í kringum það, og hvernig Hilmir snýr heim stóðst allar væntingar mínar og vel það!

Munið þið eftir þessum tíma sem leið á milli bókanna?

Kv,
TobbiHJ