Villur í fyrstu myndinni
Tekið af www.simnet.is/hringur

Mistök í myndinni

Engin mynd er fullkomin, ekki einu sinni vel gerð mynd og FOTR. Mörgum grúskurum hefur tekist að koma auga á ýmsa smá galla hér og þar:

• Þegar Frodo og Sam eru röltandi yfir akur má sjá reyk þyrlast upp á veginum fyrir ofan þá og margir vilja meina að hér sé greinilega bíll á ferðinni. Var lagað í DVD útgáfum myndarinnar.

• Þegar Gimli krýpur fyrir framan gröf Balins er hann fyrst nokkrum skrefum frá gröfinni. Í næsta atriði er hann svo nálægt að hjálmur hans snertir gröfinni og í þriðja atriðinu er hann komin á hálfs metra fjarlægð frá gröfinni án þess þó að maður sjái hann hreyfa sig fram og tilbaka (og ástæðuna fyrir því af hverju hann ætti að gera það).

• Þegar Föruneytið siglir framhjá styttunum við Argonath eru vinstri hendur styttanna tveggja á lofti. Þegar maður sér stytturnar í baksýn er ein styttan með hægri hendi á lofti.

• Þegar Aragorn hlepur að Boromír eftir bardagann við Orkann, má sjá einn fallinn Orka reisa sig við til þess að sjá hvað er í gangi.

• Þegar Sam sekkur niður í vatnið í lok myndarinnar er Frodo í dágóðri fjarlægð frá honum. Samt tekst Frodo að teygja hendi sína niður í vatnið og grípa í hendi Sam án þess að þurfa fara úr bátnum og það fljótt að Sam er ekki kominn niður á botn þrátt fyrir að maður sá Sam sökkva á talsverðum hraða.



<br><br><b>
<font color=“DarkPink”>Draco Dormiens Nunquam Titillandu
Aldrei að kitla sofandi dreka!!</font>


<font color=“Blue”><i>Why is it follow the spiders, why not follow the butterflyes - Ron Weasly</i>
</font>

<font color=“Red”> Vefstjóri

Lækkaðu Admin aldurinn </font>


</