Ég veit ekki hvort að þessi póstur verði vinsæll hér og hvort hann eigi yfir höfuð að vera hér.
En ég ætla láta gossa engu síður.
Alveg síðan myndirnar komu út og ég fór að sjá sjónrænt það sem ég hafði aðeins lesið,
og ímyndað mér gróflega í hausnum. Þá hefur mig langað að sjá leik sem er eins og Age Of Empires serían,
eða Warcraft serían. Bara í Middle Earth heiminum. Ég er búinn að sjá fyrir mér hobbita, dverga, orka/tröll/goblin,
álfa, menn og jafnvel úlfa. Og að sjálfsögðu hetjurnar sem við þekkjum flestir úr LOTR.
Að fá að stjórna þeim í campaign eða í multiplayer. Öll borðin sem spilað yrði á tekin beint úr hobbitanum
eða LOTR trilogyunni og jafnvel fyrr úr middle earth sögunni. Að fá að stjórna her orka sem hægri hönd Saurons,
eða berjast gegn Sauron með her álfa og manna. Vígvellir yrðu nógu margir og mission eftir bókinni.
Hafa galdra, sverð/boga og svo herkænskuna til að beita þeim í orrustu.
Mig hefur langað rosalega að koma þessari hugmynd á framfæri. Nú er ég búinn að því.
Endilega tjáið ykkur um þetta. Ekki það að ég gæti stoppað ykkur hvort sem er.:)
kv Ricardo